top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Ef við gerum gott, verður allur heimurinn betri.


Ef við gerum gott, verður allur heimurinn betri.
Ef við gerum gott, verður allur heimurinn betri.

Þegar við stöndum frammi fyrir stórum verkefnum eða áskorunum, hættir okkur til að fallast hendur. Skyndilega verður til í huga okkar ágæt afsökun um að þetta sé of erfitt fyrir mig, að ég geti lítið gert til að breyta þessu eða að vandinn sé betur tæklaður af einhverjum öðrum sem betur er til þess fallinn.


Leiðin til árangurs í öllum stórum og krefjandi verkefnum er sú sama og í þeim sem minni eru. Eitt skref í einu. Ef þú gerir heiminn betri, þá verður heimurinn betri fyrir alla. Hversu lítið sem þú gerir, hversu oft, hversu smátt, allt hjálpar til að bæta heiminn. Það er betra fyrir þig og það er betra fyrir alla í kringum þig. Með fordæmi þínu eykur þú svo líkurnar á að fleiri geri slíkt hið sama og á endanum fer snjóboltinn að rúlla. Margt smátt, gerir eitt stórt eru orð að sönnu.

25 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page