top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Herra Afskiptalaus


Herra Afskiptalaus

Herra afskiptalaus er ekki handalaus. Hann velur hins vegar að halda höndunum þétt að sér, helst djúpt í vösum sjálfsánægjunnar eða kannski af ótta við afleiðingar þess að rétta fram hjálparhönd. Margir hafa á orði að það megi ekki rétta fram litla fingur, þá sé höndin öll hrifsuð af. Eflaust á það við í mörgum tilfellum, enda er staðreyndin sú að fúsar hendur eru ekki á hverju strái og stöðug virðist þörf á fleiri slíkum.


Það sem herra Afskiptalaus fær að kynnast þegar hann loks tekur hendurnar upp úr vösunum er að óttinn er óþarfur og hjálpsemi er gefandi. Þegar við leggjum öðrum lið, fáum við það margfalt til baka. Ekki endilega í formi kaup kaups, heldur með öðrum og kannski áður óþekktum leiðum fyrir mann eins og hann. Hann upplifir gleði, þakklæti, virðingu og ánægju og það sem meira er, mikilvægi þess að aðrir fái að upplifa það sama.


Verum dugleg að hvetja hvort annað til að hjálpa náunganum, hver sem hann er, hvar sem hann er, hversu mikið sem þú getur. Munum að það smæsta sem við eigum getur orðið öðrum kraftaverk. Lítið bros getur myrkri í dagsljós breytt.


Deilum. Gefum. Hjálpumst að. Réttum hvort öðru hjálparhönd.




62 views0 comments

Comments


bottom of page