Litla skottið leikur sér
út í loft með lubba.
Ævintýrin gerast hér
á gólfinu með kubba.
Ævintýraheimur barna minna hafa ítrekað orðið mér innblástur og uppörvun. Það var falleg morgunbirtan sem lýsti upp leikinn hjá Ester þennan föstudagsmorgun þegar ljóðið skaust í kollinn á mér.
Comments