top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Mættu ólund með góðvild.


Mættu ólund með góðvild.
Mættu ólund með góðvild.

Í lögbók Hammurabi, konungs Babýlon er ritað: "Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn". Þessi orð hafa varðveist á steinhellu sem talin er vera frá því 1760 fyrir Krist og er nú geymd á Louvre safninu í París, oft kölluð "fyrsta lögbókin". Tæpum 1800 árum síðar steig fram á sjónarsviðið byltingarsinni sem lagði til nýja leið til að takast á við það sem hafði í aldir verið eðlileg framganga laganna: "Þið hafið heyrt, að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim, sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn, þá bjóð honum einnig hina."


Boðskapurinn var umdeildur og er reyndar enn. Hann er einfaldur en að því er virtist þá, ómögulegur í framkvæmd. Sigrum hið illa með góðu. Mætum ofbeldi með kærleika. Elskum þá sem hata okkur og fyrirgefum þeim sem brjóta á okkur.


Svo virðist sem innbyggður og sjálfvikur sleppibúnaður okkar sé að svara í sömu minnt. Við öskrum á þann sem á okkur öskrar, sláum til þess sem til okkar slær, særum þann sem okkur særir. En ég hef lært betri leið, að mæta ólund með góðvild. Reyna að setja mig í spor þess sem öskrar, formælir og meiðir og mæta honum í kærleika. Sú leið er hvorki auðveld né einföld í framkvæmd, og þegar mér mistekst, reyni ég aftur.


18 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page