top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Meiri samkennd


Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / Holuhraun
Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / Holuhraun
Óskandi að skipta út samkeppni fyrir meiri samkennd. Gætum kannski farið að keppast við að vera betri hvort við annað.

Lífið hefur verið keppni að einhverju marki frá upphafi. Þegar við ráfuðum um slétturnar með spjót í hendi í leit að æti, var keppnin að fá að éta eða verða étinn. Við lærðum snemma um að þeir hæfustu lifa. Ef þú ert ekki á meðal þeirra, áttu þér litla von. Allt í kringum okkur er samkeppni um hluti, að eignast mest eða flottast, eða bæði. Lífið virðist alltaf hafa verið ein stór fegurðarsamkeppni, það eru nefnilega ekki bara þeir hæfustu sem lifa, heldur líka þeir fallegustu, já eða svölustu.


Sigurvegarinn baðar sig jafnan í dýrðarljóma, með gullpening um hálsinn og skínandi bikar í hendi. Það skal ekki fara framhjá neinum hver er sigurvegarinn. Hann ekur svo heim á flottasta bílnum í flottasta húsið í flottasta dressinu og já, á auðvitað flottasta makann.


En í auknum mæli er fólk farið að spyrja sig, hver setti þessar leikreglur? Erum við ekki komin lengra og er ekki hægt að keppa um eitthvað annað? Þurfa lífsgæði að vera mæld í hversu mikið við eigum og getum eytt, sem er algerlega ósjálfbært til framtíðar.


Eitt af því sem okkur fólkinu hefur verið gefið er að gæta hvers annars. Og margir eru rosalega góðir í einmitt því, að gefa með sér, að hjálpa og styðja. Mikið væri gaman ef keppnin myndi kannski breytast í þá átt að vera betri hvort við annað, að gefa okkur tíma til að hlusta og sýna meiri samkennd.


 

-Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / Holuhraun

18 views0 comments

Comments


bottom of page