Þett'er stúlkan mín
svo sæt og fín
í garði skrúð
hún situr prúð.
Fegurð er vissulega afstæð. Sitt sýnist hverjum og flestum þykir sinn fugl sá fegursti. Hvað sem því líður, þá er þetta skott klárlega með því fegursta sem ég sé dags daglega.
Myndin var tekin í skrúðgarði Reykjavíkur í Laugardal og fæddist þetta litla ljóð við það tilefni.
Comments