top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Það er í lagi að gráta, það er í lagi að öskra, bara ekki gefast upp.


Það er í lagi að gráta, það er í lagi að öskra, bara ekki gefast upp.
Það er í lagi að gráta, það er í lagi að öskra, bara ekki gefast upp.

Undanfarin ár má segja að ég hafi verið á göngu í myrkri. Ég veit hvert mig langar að komast en hef enga hugmynd um hvar ég er og í hvaða átt skuli stefna að settu marki. Í fyrstu var þetta bara tímabundin áskorun sem breyst hefur í áralanga þrautargöngu. Þessu fylgja augljósar áskoranir þeim sem geta sett sig í þessi spor. Ein er að kvarta ekki of mikið, helst bera sig vel og í hljóði. Engum líkar þeir sem kvarta og kveina.


En það er engin dyggð að bera harm sinn í hljóði. Engan bata að finna þar. Óréttlæti verður ekki sigrað í þögn, út úr myrkrinu ratar enginn án hjálpar og enginn á að þurfa að dvelja einsamall í myrkrinu. Það er í lagi að láta í sér heyra, bara ekki gefast upp.




39 views0 comments

Comments


bottom of page