Við burðumst gjarnan með allskonar hluti sem okkur væri betra að losa okkur við. Þeir augljósu eru veraldlegir en einnig geta það verið hlutir úr fortíðinni, erfið lífsreynsla, ósætti eða annað sem getur haldið okkur niðri.
Eitt er þó sem létt er að bera og jafnvel betra því meira sem við höfum af því. Gerir okkur jafnvel betur í stakk búin til að vinna á og losa okkur við það sem dregur okkur niður og heldur okkur frá því góða sem við höfum kost á.
Þekkinging tekur nefnilega ekkert pláss og getur auðveldlega létt okkur lífið. Hættum aldrei að læra.
Comments