top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Þetta snýst ekki bara um hvað þú vilt, heldur hvað þú ert tilbúinn að leggja á þig til að fá það.


Þetta snýst ekki bara um hvað þú vilt, heldur hvað þú ert tilbúinn að leggja á þig til að fá það.
Þetta snýst ekki bara um hvað þú vilt, heldur hvað þú ert tilbúinn að leggja á þig til að fá það.

Sá uppsker sem sáir. Ég hef lengi talið þetta segja sig sjálft. Eða þangað til ég ferðaðist aðeins um Indland fyrir um áratug og kynntist fólki og aðstæðum sem virtist úr öðrum heimi en ég er vanur. Meðal annars kynntist ég fjölda fólks sem yrkir sér til matar. Það fær ekki laun fyrir vinnu sína aðra en það sem það borðar. Ef þú sáir ekki, þá uppskerðu ekki. Ef þú uppskerð ekki, færðu ekkert að borða. Það var ákveðin opinberun. Það skipti litlu hvað fólk langaði, ef það gerði ekki það sem til þurfti, var enginn matur á borðum. Hjá mér hefur þetta meira verið um það sem er aukalega. Hvað ég er tilbúinn að gera til að fá betra eða meira af einhverju. Aldrei spurning um líf og dauða, bara eitthvað aukalega.


En hverjar sem aðstæður okkar eru, þá er sannleikurinn í þessum orðum alltaf sá að ekkert gott, ekkert sem vert er að uppskera kemur án þess að fyrir því sé haft. Stundum mikið, stundum minna, en alltaf eitthvað. Það er eðlilegur hluti af lífinu og frekar ástæða til að láta sér hlakka til uppskerunnar en að óttast eða láta sér leiðast vinnuna sem uppskerunni fylgir.


27 views0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page