Það þarf fáa að hvetja til að segja það sem þeim finnst. Reyndar held ég að það sé mikið offramboð á markaðstorgi skoðana. Hinsvegar er skortur á fólki sem er tilbúið að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd og láta reyna á skoðanir sínar í verki. Að láta reyna á hvort það sem okkur finnst sé raunverulega þess virði að gera eitthvað í því.
Temjum okkur sparsemi á skoðanir okkar, sérstaklega þær sem við erum í raun ekki tilbúin að standa fyrir og verja í verki.
Comments