Þær eru nokkrar jarðarfarirnar sem ég hef setið í gegnum ævina og nokkrar eru minningargreinarnar orðnar sem ég hef lesið. Ég á enn eftir að hlusta á prest eða aðstandendur telja upp eignir horfinna ástvina. Þess í stað heyri ég og les tilfinningaþrungna upptalningu á kostum fólks og gjafmildi. Hverju fólk kom til leiðar með fórnfýsi, elju og dugnaði. Hversu vel fólki tókst að gleðja aðra, vera til staðar fyrir þá sem nú eiga um sárt að binda og hugga sig við gæsku og góðvild þess sem horfinn er.
Virði okkar veðrur nefnilega aldrei metið af því hversu miklu okkur tekst að safna, heldur því hversu mikið okkur tekst að gefa.
Leggjum okkur fram við að gefa hvort öðru ástæðu til að brosa, létta öðrum lífið með hverjum þeim hætti sem okkur er gefinn. Gefum þannig það sem okkur er gefið. Aukum virði okkar og hamingju annarra.
Kommentare